630.dollarafugl

Of gott til að vera satt

Höfundur Gullvagninn þann . Flokkur Efnahagsmál

Steingeldir stórstraumsmiðlar Íslands jafnt og annarra landa sögðu okkur ævintýralegar sögur af ‘bata’ fyrr á árinu.

Aðgerðapakkar stjórnvalda, eins og Icesave hlekkirnir heita í Bandaríkjunum, voru veittir til ýmissa bankastofnanna, í gríðarlegu magni og án þess að þingið fengi að vita nákveæmlega hvernig fénu var varið.  Þetta var sagt nauðsynlegt, lífsnauðsynlegt, svo að allt myndi ekki bara hrynja.  Ekki ósvipað og það þurfti að skrifa undir Icesave samkomulag við Breta og Hollendinga undireins, því annars yrðum við útlæg úr samfélagi siðaðra þjóða og aldrei fengjust betri kjör.  Sem reyndist auðvitað haugalygi.

Snemma á árinu, eða seint á síðasta ári, fengum við svo fréttir af því hvernig sprellfjörugur fjármálagreirinn í Bandaríkjunum væri að endurgreiða aðgerðapakkana, og ríkið (bandaríska) væri jafnvel að græða dálítið á þessum björgunarpökkum sínum, en hvati þessarar endurgreiðslu var sá, að bankarnir gátu ekki greitt eins ríflega bónusa og þeir vildu til starfsmanna sinna.

Svakalega fannst mér þetta vera grunsamlegar fréttir…. of gott til að vera satt.

Enda passaði þetta ekki svo vel, þegar lántökur Bandaríkjastjórnar héldu áfram að aukast með gríðarlegum hraða, þrátt fyrir þennan „gróða“ af endurgreiðslunni.  Og efnahagsbatinn er allur í orði, en ekki á borði.

Nú er svo að koma í ljós hvaða töfrabrögð og excel hagfræði var beitt til að „endurgreiða“ aðgerðapakkana og losna undan ríkiskvöðunum sem þeim fylgdu.

Goldman Sachs, til að mynda, endurgreiddi sinn aðgerðapakka með því að taka smá lán hjá systurfyrirtæki sínu, Seðlabankanum ehf, en jafnaði það svo út með því að selja Seðlabankanum ehf tugi milljarða dollara af veðlánum.   Vafalaust „undirmálslánum“.

Fasistasúpan segir um gjörninginn:  „Ensk tunga hefur ekki nógu kjarnmikil orð til að lýsa umfangi þessa þjófnaðar.  Það er ómögulegt að skilja þvílíkar gripdeildir.“

http://fascistsoup.com/2010/12/16/banks-did-not-actually-pay-back-tarp-loans-bloomberg-foia-discloses-insanity/

Lyklar:,

Gullvagninn

Miðaldra fjölskyldumaður sem sinnir jaðarblaðamennsku í frístundum. Hóf ritferilinn á moggablogginu í ágúst 2007, en skipti yfir á Kryppu þegar vefritið var stofað í janúar 2010.

Athyglisverðir fuglar