Ævintýralandið, mynd CC Hankish

Hjálpuðu handritahöfundar við bin Laden áhlaupið?

Höfundur Gullvagninn þann . Flokkur Fjölmiðlar, Hryðjuverk og fölsk flögg, Stríð

Ævintýralandið, mynd CC Hankish

Mýgrútur ósamræmis í sögunni af hinu meinta áhlaupi bendir til þess að hún sé ævintýralegt áróðursbragð stríðsaflanna, eins og áður hefur komið í ljós með sögur Jessicu Lynch og Pat Tilman.

Páll Jósef Watson, Prisonplanet.com, 4. maí 2011.

Þau ógrynni ósamræmis sem halda áfram að koma í ljós í síbreytilegri sögu Hvíta hússins af svokallaðri handtöku og aftöku Osama bin Laden eru farin að minna verulega á tvær aðrar áróðurssögur sem bornar voru fram fyrir bandarísku þjóðina sem dæmi um mátt og hetjulega sögu bandaríkjahers, en reyndust svo ekkert annað en hreinar og klárar blekkingar, sem notaðar voru til að kynda undir stríðsæði á forsemdum föðurlandsástar.  Þessar sögur eru af „björgun“ Jessicu Lynch og dauða Pat Tillman.

Sjá einig sögu Jessicu Lynch, Litla Rambóstelpan

Fyrst var bin Laden vopnaður, en svo var hann óvopnaður.  Fyrst notaði bin Laden konu sína til að skýla sér á bak við, svo gerði hann það ekki.  Fyrst var bin Laden skotinn strax og hann sást, svo var hann skotinn eftir að hafa verið handtekinn.  Fyrst var kastali bin Landens lúxusvilla upp á milljón dollara, svo var það skítugt hús með engri loftkælingu.

Sannleikurinn um áhlaupið og meinta aftöku bin Ladens færist með hverjum deginum fjær og fjær þeirri dramatísku sögu sem Óbama forseti sagði þjóðinni á sunnudagskvöld.  En við því er að búast frá bandarísku hergagnamaskínunni, sem leggur það í vana sinn að hafa þjóðina að ginningarfífli svo hún gleypi við ranghugmyndinni um „stríðið gegn hryðjuverkum.“

 Tökum sem dæmi hina gríðarlegu sálfræðiherferð sem bandarísk stjórnvöld ýttu úr vör gegn sínu eigin fólki í kjölfar „björgunar“ Jessicu Lynch.

Þegar sagan um Jessicu Lynch var skrifuð „var Pentagon undir áhrifum framleiðenda Hollywood raunveruleikaþátta og hasarmynda,“ skrifar Verndarinn, þar á meðal leikstjóra Black Hawk Down, Jerry Bruckheimer, sem heimsótti Pentagon stríðsmusterið persónulega oft í eigin persónu til að skýra hvernig mæra mætti hersetur erlendis svo þær gegnju betur ofan í bandarískan almenning.

Útkoman varð alger uppspuni af sögu Jessicu Lynch í því markmiði að breyta Lynch í stríðssinnaða föðurlandshetju með lygum um hvernig henni var bjargað úr klóm íraskra hermanna sem höfðu drepið níu af félögum hennar, af bandarískum herafla í dramatísku áhlaupi.

Samkvæmt handriti sögunnar hafði Lynch verið skotin og stunginn eftir að íraskir hermenn höfðu setið fyrir herflokki hennar.  Eftir að hún hafði verið tekin höndum, þá átti hún að hafa verið pynduð og þolað illa meðferð á írösku sjúkrahúsi.  Hetjan Lynch hafði ein og óstudd haldið aftur af fjendunum með kúlnaregni þar til skotfærin þraut.  En í raun hafði hún falið sig inni í bílnum þar til henni var bjargað af íröskum sjúkraliðum.

Bandaríska sérsveitin drundi yfir spítalann í mökki af þyrlum í hetjulegu áhlaupi, ekki svo ósvipuðu því sem nú er gjammað um í fjölmiðlum að hafi átt sér stað í bin Laden áhlaupinu.

„Það var eins og Hollywodd stórmynd.  Þeir grenjuðu ‘GÓ GÓ GÓ,’ með byssur hlaðnar púðurskotum, púðurskot ómuðu ásamt sprengingum af segulbandi.  Þeir gerðu leiksýningu úr árás Bandaríkjamanna á spítalann – hasarmynd eins og með Sylvester STallone, eða Jackie Chan,“ sagði Dr. Anmar Uday, starfsmaður á spítalanum.

Það tók meira en mánuð þar til sannleikurinn kom úr kafi.  Að Lynch hafði brotnað á handlegg og læri og snúið sig á ökkla.  Að henni hafði verið vel sinnt af læknum við íraska spítalann.  Að herbíll hennar hafði oltið og hún hafi ekki átt í neinum skotbardaga við íraskt herlið.

Þegar Bandaríkjaher frumsýndi söguna og birti vel klippt myndskeið fyrir heimsmiðlana, þá sagði Vincent Brooks hershöfðingi við það tækifæri: „Hugrakkar sálir lögðu líf sín í hættu svo þetta gæti gerst, þeir voru trúir eið sínum um að skilja aldrei fallinn félaga eftir á vígvellinum.“

En íraskir hermenn höfðu flúið spítalann mörgum dögum fyrir áhlaup bandaríkjahers, eina fólkið sem var í byggingunni þegar bandaríska sérsveitin stormaði inn og hóf að sparka upp hurðum og beina byssukjöftum í allar áttir voru saklausir læknar og hjúkrunarfólk.

„Hassam Hamoud sem er þjónn á veitingastað í nágrenninu sagðist hafa séð Bandaríska framsveit hafa lent í bænum.  Hann sagði túlk sveitarinnar hafa spurt sig hvar spítalinn væri.  Hann spurði: ‘Eru einhverjir Fedayeen þar?’ og ég svaraði ‘Nei.’“  Þrátt fyrir það mætti úrvalsliðið daginn eftir með látum, segir í frétt Verndarans.

Að auki höfðu starfsmenn spítalans reynt í tvo daga að koma Lynch til baka til Bandaríkjahers, en höfðu orðið að snúa frá, eftir að skotið var á þá.

Lynch sagði síðar þegar hún bar vitni fyrir þingnefnd, að Rambó ímyndin sem ræktuð var í kring um aðstæður hennar væri „frábending“ (misinformation), „froða“ og „lygar“.  Innan 18 mánaða frá „björgun“ Lynch af spítalanum höfðu fjórir úr sérsveitinni látið lífið.  Einn lést í þegar bifreið ók framhjá með geltandi byssukjafta, annar var sjálfsmyrtur og sá þriðji lést í bílslysi.

„Herbragð Bandaríkjamanna til að tryggja rétta tegund sjónvarpsefnis var að bjóða fréttamönnum að vera með hersveitunum (embedded) og að bjóða valið og klippt efni úr eigin myndavélum,“ sagði BBC.

Öll sagan að baki björgunar Jessicu Lynch var fullkomin uppspuni, skáldskapur í handriti, sem stóru fjölmiðlarnir (í eigu stórfyrirtækjanna) átu gagnrýnislaust upp og endurvörpuðu í síbylju til bandarísks almennings til þess að framleiða stríðsæði og falska föðurlandskennd, næstum því alveg eins og við sjáum nú í bin Laden sýningunni.

Opinbera sagan um dauða Pat Tillman í Apríl 2004 var einnig alger og ævintýralegur uppspuni sem vandlega var matreiddur fyrir stórstraumsmiðla í þeim tilgangi að blása nýju lífi í stuðning við stríðin í Írak og Afganistan á tímapunkti þar sem almenningsálitið var að snúast gegn hersetunum.

Tillman fórnaði ljúfu lífi og framtíð í atvinnufótbolta sem hefði skilað honum mörgum milljónum dollara í þeirri trú að hann ætti að verja föðurland sitt gegn útlendum óvinum.  Skömmu eftir atburðina 11. september 2001 hafnaði hann þriggja ára samningstilboði frá fótboltaliðinu Kardinálunum upp á 3,6 milljón dollara, svo hann gæti boðið sig fram til herþjónustu í Bandaríkjaher!

Það var svo í seinni lotu Tillmans í Afganistan, en hann hafði einnig þjónað í Írak, að hann lést, að sögn Bandaríkjahers eftir að Talibanar höfðu setið fyrir honum.  Síðar kom í ljós að umsáturssagan hafði verið soðin saman af Pentagon í tilraun til að nýta dauða Tillmans til stríðsæsingaáróðurs.  Rannsókn sem síðar fór fram segir Tillman hafa látist eftir slysaskot samherja.

En í júlí 2007 kom úr kafninu sjúkraskýrsla sem segir Tillman hafa verið skotinn þrisvar í höfuðið með M16 riffli úr 10 metra fjarlægð, en það bendir greinilega til þess að hann hafi verið tekinn af lífi.

„Rannsóknarlæknum hersins fannst grunsamlegt hve kúlugötin þrjú voru nærri hvert öðru, á enni Pat Tillmans, og þeir reyndu ítrekað án árangurs að fá yfirvöld til að rannsaka frekar hvort dauði þessa fyrrum NFL leikmanns væri glæpur,“ sagði Associated Press.

„Gögn úr krufningu pössuðu ekki við lýsingu af atvikum eins og hún var kynnt,“ sagði læknir sem rannsakaði lík Tillmans eftir að hann var drepinn á vígvellinum í Afganistan árið 2004 við rannsóknaraðila.  „Læknarnir, en nöfn þeirra voru svert út [ritskoðuð] – sögðu að skotsárin væru svo nærri hvert öðru að svo virtist sem hermaðurinn hefði verið sagaður niður með M-16 skothríð af 10 metra færi eða svo.“

Skýrslan segir einnig að „engin merki um óvinaskothríð hafi fundist á vettvangi – hvorki hermenn né búnaður hafði orðið fyrir óvinaskotum.“

Fréttin segir einnig frá því að „lögmenn hersins hafi sent hver öðrum heillaóskir með tölvupósti fyrir að hafa tekist að koma í veg fyrir glæparannsókn með því að framkvæma rannsókn sem greindi atvikið sem slysaskot og þar með takmarka afleiðingar við stjórnsýslulegar refsingar, en ekki glæparefsingar.“

Læknirinn sem krufði lík Tillmans reyndi að halda áfram með rannsókn á því hvort Tillman hafi verið myrtur en yfirmenn í Glæparannsóknadeild hersins komu í veg fyrir það.

Mótíf fyrir morði á Tillman hafa án vafa verið áætlanir Tillmans um að gerast hávær gagnrýnandi innrásanna í Afganistan og Írak við heimkomu til Bandaríkjanna.

Gögnin benda beint til þess og ástæðan er skýr.  Tillman hætti við gróðavænlegan feril í atvinnumennsku í fótbolta strax eftir atburðina 11. september 2001 því hann var innblásin föðurlandslegri hvöt til að verja land sitt, og hann varð andlit herferðarinnar gegn hryðjuverkum í framhaldi af því.  En þegar hann uppgötvaði að innrásin var öll byggð á haugi af lygum og blekkingum og hafði ekkert með varnir Bandaríkjanna að gera, þá varð hann bálreiður og staðráðinn að gerast baráttuhetja fyrir málstað friðarsinna.

Í september 2005 sagði San Francisco Chronicle frá því að vinur Tillmans hafði komið á fundi með honum og tækifærisinnanum Noam Chomsky sem átti að eiga sér stað eftir að Tillman kæmi til baka frá Afganistan.

Dæmi um andstöðu Tillmans gegn stríðnu ná allt til mars 2003, strax eftir innrásina í Írak.  Þá varð frægt þegar Tillman sagði við félaga sinn Spc. Russel Baer, „Þú veist að þetta stríð er fokkíng ólögmætt,“ og svo hvatti hann alla herdeildina til að kjósa gegn Búsh í kosningunum 2004.

Wesley Clark, fjögurra stjörnu hershöfðingi í Bandaríkjaher kom fram í þætti Keith Olbermann í júlí 2007 og þar staðhæfði hann að „skipanirnar komu frá sjálfum toppnum“ um að klóra yfir raunverulega dánarorsök Tillmans, því hann væri pólitísk goðsögn og andstaða hans gegn stríðinu í Írak hefði þétt fólk að baki hugmyndinni um tafarlausa brottkvaðningu hersins.

Þegar saga bandarískra stjórnvalda í Hollywoodvæðingu frásagna af atburðum til noktunar í áróðursskyni er skoðuð, þá er vel við hæfi að taka bin Laden ævintýrasögunni sem nú er verið að slípa til af Hvíta húsinu með gríðarlegri tortryggni.

Sérstaklega í ljósi allra þeirra vel þekktu og mætu starfsmanna úr leyniþjónustunni ásamt forystufólki ríkja, auk manna eins og Dr. Steve R. Pieczenik, sem vann fyrir fimm ríkisstjórnir Bandaríkjanna, sem staðhæfa að bin Laden hafi verið látinn um nánast fullan áratug.

Hvers vegna í ósköpunum ættum við að trúa þeim nú, þegar þeir hafa verið gripnir glóðvolgir við að spinna upp heilu handritunum af fullkomnum skáldskap til að réttlæta stríðið gegn hryðjuverkum, eins og sjá má af sögum Jessicu Lynch og Pat Tillman?

http://www.prisonplanet.com/was-bin-laden-assault-a-jessica-lynch-style-fable.html

Lyklar:, , , , ,

Gullvagninn

Miðaldra fjölskyldumaður sem sinnir jaðarblaðamennsku í frístundum. Hóf ritferilinn á moggablogginu í ágúst 2007, en skipti yfir á Kryppu þegar vefritið var stofað í janúar 2010.

Athyglisverðir fuglar